Íslandsdeild Scandinavia-Japan Sasakawa Foundation veitir styrki til að efla tengsl Íslands og
Japans. Aðallega verða veittir styrkir til menntamála og rannsóknarverkefna, en auk þess nokkrir
á sviði menningar og lista. Styrkina má veita stofnunum og einstaklingum.

Styrkirnir eru til verkefna í samstarfi eða í tengslum við japanska aðila. Veittir eru ferðastyrkir,
námsstyrkir og styrkir til skammtíma dvalar í Japan.

Heimilt er að sækja um styrk frá 1. desember til 1. mars ár hvert.

Umsóknum skal skila inn á rafrænt umsóknarkerfi sjóðsins. Ekki er tekið við umsóknum sem
berast bréflega eða með tölvupósti.

Til að fylla út umsókn vinsamlega smellið á „Umsókn/to Application“ hér til hægri.

Vinsamlega lesið „Leiðbeiningar/Guidelines“ hér til hægri áður en umsókn er fyllt út.

Ef þörf er á frekari upplýsingum þá vinsamlega hafið samband við ritara Íslandsdeildar sjóðsins:

Björg Jóhannesdóttir
Farsími: +354 820-5292
[email protected]

Umsóknir skulu berast fyrir 1. mars.